Markhópur: Heilbrigðisstarfsmenn sem gætu lent í því að þurfa að endurlífga nýbura s.s. bráðalæknar, svæfingalæknar, barnalæknar, fæðingalæknar, sjúkrahúslæknar (unglæknar), ljósmæður og sjúkraflutningamenn.
Markmið: Að starfsmennirnir geti tekið þátt í að endurlífga nýbura og stjórna aðgerðum á vettvangi.
Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar
Lengd: 8 klukkustundir.
Endurmenntun: Skírteini gildir í fimm ár og felst endurmenntun í því að sitja heilt námskeið. Stutt upprifjun á vegum vinnustaðarins ætti að vera í boði árlega og megin áherslan á verklegar æfingar.
Námsmat: Verklegt og skriflegt próf í lok námskeiðs.
ATHUGIÐ - EKKI ER BYRJAÐ AÐ KENNA ÞESSI NÁMSKEIÐ ENN SEM KOMIÐ ER - ER Í VINNSLU