16. október - alþjóðlegi endurlifgunardagurinn - Börnin bjarga

Í dag 16. október var verkefninu "Börnin bjarga" ýtt formlega úr vör í Víðistaðaskóla. Allir grunnskólanemendur í 6. - 10 bekk fá árlega kennslu í

16. október - alþjóðlegi endurlifgunardagurinn - Börnin bjarga

 

Í dag 16. október var verkefninu "Börnin bjarga" ýtt formlega úr vör í Víðistaðaskóla. Allir grunnskólanemendur í 6. - 10 bekk fá árlega kennslu í endurlífgun. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um kennsluna en verkefnið er hluti af átakinu Kids save lives, sem Endurlífgunarráð Evrópu (ERC) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) settu af stað í þeim tilgangi að hvetja allar þjóðir heims til þess að innleiða endurlífgunarkennslu meðal grunnskólanema. Endurlífgunarráð Íslands hefur lengi unnið að því að koma þessu verkefni í farveg hér á landi og er frábært að þetta þarfa verkefni sé komið á góðan stað innan heilsugæslunnar. Endurlífgunarráð hefur stutt verkefnið með gjöf á æfingadúkkum.

Hér má sjá frétt um verkefnið á heimasíðu heilsugæslunnar


Endurlífgunarráð Íslands