Fyrstu námskeiðin í sérhæfðri endurlífgun nýbura haldin á Íslandi

Endurlífgunarráð Íslands stóð fyrir þrem námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun nýbura.

Fyrstu námskeiðin í sérhæfðri endurlífgun nýbura haldin á Íslandi

Endurlífgunarráð Íslands stóð fyrir þrem námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun nýbura (NLS). Um er að ræða fyrstu NLS námskeiðin sem haldin hafa verið á Íslandi. Fimm kennarar og einn námskeiðsstjóri frá evrópska endurlífgunarráðinu komu og kenndu á námskeiðinu. Kennarahópurinn kom frá Hollandi, Írlandi, Skotlandi og Englandi allir kennararnir eru með margra ára reynslu af slíkri kennslu.

Tvo námskeið voru haldin í  menntadeild Landsspítala með 24 nemendum og eitt tólf manna námskeið var haldið á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þátttakendur komu frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á AKureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Heilbrigðisstofnun austurlands.

Mikil ánægja var með öll námskeiðin og erum við afar stollt af því að loksins hafi verið hægt að bjóða uppá slík námskeið hér á landi, en undirbúningur hefur staðið síðan fyrir heimsfaraldur. Nokkur "kennaraefni" voru valin á námskeiðinu og vonumst við eftir því að Ísland verði sjálfbært í kennslu slíkra námskeiða eins og við erum þegar í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna innan nokkurra ára.

Búnaður á námskeiðið koma frá Landsspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri auk þess sem Landsstjarnar lánaði búnað á námskeiðið, þökkum við kærlega fyrir það.


Endurlífgunarráð Íslands