Börn geta bjargað lífi

Í anda átaksins "Börn geta bjargað lífi" var 73 börnum í 6. og 7. bekk Naustaskóla á Akureyri kennd fyrstu við brögð við hjartastoppi þriðjudaginn 5.

Börn geta bjargað lífi

Þriðjudaginn 5. desember fóru tveir leiðbeinendur í sérhæfðri endurlífgun Bergþór Steinn Jónsson og Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir í 6. og 7. bekk Naustaskóla á Akureyri og kenndu börnunum endurlífgun. Endurlífgunarkennsla er þegar orðin skylda í mörgum löndum. En kennslan er liður í verkefninu "Börn geta bjargað lífi" (Kids can safe lives).

Krökkunum var skipti upp í nokkra hópa og notaðar voru dúkkur sem Laerdal gaf til Endurlífunarráðs Íslands í tengslum við ráðstefnu ERC í Reykjavík haustið 2016. Kennslan gekk mjög vel, krakkarnir voru mjög áhugasöm, voru ekki í neinum vandræðum að hnoða samkvæmt leiðbeiningum, höfðu margar pælingar og spurningar tengt málefninu. 

Endurlífgunarráð Íslands hefur tekið þátt í verkefninu með Evrópska endurlífgunarráðiðinu (ERC) , Bandaríksu hjartasamtökunum (AHA) og öðrum endurlífgunarráðum víða um heim. Vonir standa til þess að smám saman verði endurlífgunarkennsla hluti af námskrá grunnskólanemenda á Íslandi sem og annarstaðar.

Staðreyndin er að:

  • Það er mjög auðvelt  og árangursríkt að kenna skólabörnum endurlífgun.
  • Best er að byrja kenna börnum endurlífgun um 12 ára aldur.
  • Fyrir kynþroska eru börn mjög opin fyrir klíniskri þjálfun s.s. endurlífgunarkennslu.
  • Kennarar sem hafa fengið þjálfun í endurlífgun geta kennt hana og gera það jafnvel og heilbrigðisstarfsfólk
  • Það þarf bara tvær æfingar á ári til að halda kunnáttunni við.
  • Það hefur margföldunaráhrif að kenna börnum, því þau breiða áhuga á endurlífgunarkennslu út til systra, bræðra foreldra, afa, ömmu og til annara fjölskyldumeðlima
  • Hlutfall einstaklinga sem "vilja hjálpa" í samfélaginu fjölgar verulega með þvi að þjálfa skólabörn og eykur þannig almenna þekkingu á endurlífgun í samfélaginu.
Er það von Endurlífgunarráðs Íslands að sem flest börn fái tækifæri til að læra endurlifgun sem hluta af sínu námi í grunnskóla.
 

Endurlífgunarráð Íslands