Endurlífgunarráðstefna í Vínarborg

Dagana 18. – 20. október 2012 fóru Hildigunnur Svavarsdóttir, Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir og læknaneminn Bergþór Steinn Jónsson á ERC

Endurlífgunarráðstefna í Vínarborg

Dagana 18. – 20. október 2012 fóru hjúkrunarfræðingarnir Hildigunnur Svavarsdóttir, Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir og læknaneminn Bergþór Steinn Jónsson á ERC endurlífgunarráðstefnuna sem fram fór í Vínarborg í Austurríki. Þema ráðstefnunnar var “Working together to save lives”. Fjöldi góðra fyrirlestra og veggspjalda voru á ráðstefnunni og var Hildigunnur m.a. með tvo fyrirlestra – annars vegar um mögulegar leiðir til endurmenntunar í endurlífgun og hinsvegar um mikilvægi tengslamyndunar (“networking”) hjá aðildarlöndum innan evrópska endurlífgunarráðsins. Hildigunnur er fulltrúi evrópsku aðildarlandanna í stjórn ERC. Fyrirlestra ráðstefnunnar er hægt að nálgast hér.

Bergþór Steinn, er að vinna að rannsókn í sínu læknanámi er varðar árangur í endurlífgun utan sjúkrahúsa árið 2012. Á ráðstefnunni náði hann góðum tengslum við þá aðila sem eru mest inni í þessari skráningu og vinnu tengt árangri og er það mikilvægt upp á frekari samskipti. Auk þess náði hann að hlýða á mörg góð erindi sem tengdust efninu og kannski náum við markmiði Endurlífgunarráðs Íslands að verða hluti af evrópska verkefninu EuReCa þar sem tilgangurinn er að safna upplýsingum um árangur endurlífgunar í allri Evrópu J


Endurlífgunarráð Íslands