Fyrsta EPALS (sérhæfð endurlífgun barna) námskeið Svía

Fyrsta EPALS (sérhæfð endurlífgun barna) námskeið Svía haldið í Norrköping 20.-21. nóvember 2017

Fyrsta EPALS (sérhæfð endurlífgun barna) námskeið Svía

Fyrsta EPALS (sérhæfð endurlífgun barna) námskeið Svía haldið í Norrköping 20.-21. nóvember 2017. Líkt og Finnar hálfum mánuði áður, heldu Svíar sitt fyrsta EPALS námskeið nú í nóvember. þátttakendur voru 24 hjúkrunarfræðingar læknar og bráðatæknar. Svíar hafa nýtt sér námskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna (ALS) um nokkuð skeið en hafa hingað til verið með eigin námskeið í endurlífgun barna. Nú hafa þeir ákveðið að taka upp barnanámskeiðin frá evrópska endurlífgunarráðinu líka og fengu leiðbeinendur og námskeiðsstjóra víðs vegar frá Evrópu til að aðstoða, Belgíu, Danmörku, Slóakíu, Króatíu, Tekklandi og einn leiðbeinanda frá Íslandi, Hrafnhildi Lilju Jónsdóttur. Námskeiðið verður vonandi fyrsta af mörgum sem haldið verður í Svíaríki. Námskeiðið var haldið í Clinicum glæsilegu kennslusetri við Vrinnevi sjúkrahúsið í Norrköping í austur gautlöndum.


Endurlífgunarráð Íslands