Íslendingar eiga nú fulltrúa í stjórn evrópska endurlífgunarráðsins

Endurlífgunarráð Íslands hefur verið formlegur þátttakandi í starfi evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) síðan í maí 2008 en ERC eru regnhlífarsamtök allra

Íslendingar eiga nú fulltrúa í stjórn evrópska endurlífgunarráðsins

Endurlífgunarráð Íslands hefur verið formlegur þátttakandi í starfi evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) síðan í maí 2008 en ERC eru regnhlífarsamtök allra endurlífgunarráða í Evrópu. Með aðild Endurlífgunarráðs Íslands að ERC öðluðust Íslendingar rétt til þess að hafa fulltrúa í framkvæmdaráði ERC en það er skipað fulltrúum 30 aðildarríkja og annarra félagasamtaka sem hafa hagsmuna að gegna. Í lok júní 2011 var fulltrúi Íslands, Hildigunnur Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur, kjörin í stjórn ERC sem annar tveggja fulltrúa aðildarlandanna og situr Hildigunnur í stjórn næstu tvö árin auk þess sem hún situr framkvæmdaráði. Formaður stjórnar ERC er Dr. Bernd Böttiger, prófessor og svæfingalæknir í Köln í Þýskalandi.

ERC gegnir mikilvægu hlutverki í stefnumótun varðandi endurlífgun svo sem vinnu við alþjóðlegar leiðbeiningar í endurlífgun, rannsóknir, kennslu o.fl. ERC tekur einnig virkan þátt í ILCOR (International Liaison Committee on Resuscitation) en það eru alþjóðlega samtök sem tengja saman endurlífgunarráð heimsálfanna sem og önnur hagsmunasamtök varðandi endurlífgun.


Endurlífgunarráð Íslands