Íslenskir leiðbeinendur í æfinga kennslu í sérhæfðri endurlífgun barna á barnaspítalanum í Birmingham

Dagana 31. október - 1. nóvember fóru tveir hjúkrunarfræðingar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri í æfingakennslu í sérhæfðri endurlífgun barna II (EPLS) á

Íslenskir leiðbeinendur í æfinga kennslu í sérhæfðri endurlífgun barna á barnaspítalanum í Birmingham

Skálað fyrir góðum árangri
Skálað fyrir góðum árangri

Dagana 31. október - 1. nóvember fóru Elma Rún Ingvarsdóttir sérfræðingur í barnahjúkrun og Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun til Birmingham og kenndu þar á námskeiði í sérhæfði endurlífgun barna II (EPLS). Þetta var hluti af leiðbeinendaþjálfun þeirra til fullgildra réttinda í sérhæfðri endurlífgun barna. Ferðin og kennslan gekk í alla staði vel og kemur Elma til með að ná fullgildum réttindum eftir aðra æfingakennslu á námskeiði hér á landi í janúar. Þar sem Hrafnhildur var með fullgild réttindi í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna fyrir þá þurfti hún bara að kenna á einu námskeiði fyrir börnin og lauk því leiðbeinendaþjálfun sinni og hefur því hlotið fullgild leiðbeinendaréttindi í sérhæfðri endurlífgun barna.

Það að verða fullgildur leiðbeinandi á námskeiði í sérhæfðri endurlífgun barna eða fullorðinna er nokkuð langt ferli. Það hefst með því að nemandi á námskeiði er tilnefndur sem "kandidat" til þess að fá viðeigandi þjálfun sem leiðbeinandi. Væntanlegur leiðbeinandi þarf að sækja tveggja daga kennaranámskeið og í framhaldi af því kenna á a.m.k. tveimur námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun áður en fullgildum leiðbeinendaréttindum er náð.

 


Endurlífgunarráð Íslands