Málþing leiðbeinenda í sérhæfðri endurlífgun

Málþing leiðbeinenda í sérhæfðri endurlífgun var haldið á slökkvistöð Hafnarfjarðar 10. nóvember 2010. Málþingið sóttu meðlimir endurlífgunarráðs

Málþing leiðbeinenda í sérhæfðri endurlífgun

Málþing leiðbeinenda í sérhæfðri endurlífgun var haldið á slökkvistöð Hafnarfjarðar 10. nóvember 2010.

Málþingið sóttu meðlimir endurlífgunarráðs íslands ásamt leiðbeinendum í sérhæfðri endurlífgun, alls 17 manns. Þar af horfðu fimm leiðbeinendur á málþingið í gegnum fjarfundarbúnar á FSA.

 

Tilgangur málþingsins var að kynna fyrir leiðbeinendum í endurlífgun þær breytingar sem urðu í endurlífgun 18. október s.l.

Felix Valsson fór yfir helstu breytingar í leiðbeiningunum og kynnti breytingar í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna. Herbert Eiríksson kynnti breytingar í endurlífgun barna og nýbura, Hjörtur Oddsson kynnti helstu breytingar í meðhöndlun kransæðasjúkdóma. Gunnhildur Sveinsdóttir kynnti breytingar í grunnendurlífguninni ásamt því minna okkur á nokkra góða hluti í kennslufræðinni. Að lokum fór Hildiugunnur Svavarsdóttir yfir hvernig innleiðslu nýrra leiðbeininga yrði háttað á Íslandi. 


Endurlífgunarráð Íslands