Námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna II (EPALS)

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna II (EPALS) er nú orðið fullt

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna II (EPALS)

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna II (EPALS) er nú orðið fullt. Námskeiðið er haldið á vegum Endurlífgunarráðs Íslands í kennsluhúsnæði Landspítala í Ármúla. Á námskeiðinu verða íslenskir og erlendir leiðbeinendur, en erlendu  leiðbeinendurnir koma frá Bretlandi, Grikklandi og Belgíu. Þátttakendur á námskeiðinu koma frá Landspítala, Slökkvistöð Akureyrar, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Háskólanum á Akureyri.

Þetta er í fyrsta skipti sem námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna er haldið eftir að nýjar leiðbeiningar og kennslugögn komu út.


Endurlífgunarráð Íslands