Námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna II (EPLS)

Dagana 29. - 30 janúar og 31. janúar - 1. febrúar voru haldin tvö námskeið í sérhæfðri endurlifgun barna II (EPLS) um er að ræða 20 klukkustunda stöðluð

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna II (EPLS)

Dagana 29. - 30 janúar og 31. janúar - 1. febrúar voru haldin tvö námskeið í sérhæfðri endurlifgun barna II (EPLS) um er að ræða 20 klukkustunda stöðluð námskeið frá Evrópska endurlífgunarráðinu.
Námskeiðin voru haldin í samvinnu við Sjúkrahúsin á Akureyri og Sjúkraflutningaskóla og fóru að þessu sinni fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta er í annað skipti sem slík námskeið eru haldin hér á landi en síðasta námskeið var haldið á Landsspítala vorið 2011.

Fjórir erlendir leiðbeinendur komu til landsins vegna námskeiðsins Gudrun Burda frá Austurríki, Ian Maconochie frá Bretlandi, Jef Willems frá Belgíu og Raul Carvalho frá Portugal. Íslenskur leiðbeinandi og skipuleggjandi námskeiðs var Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir auk þess sem fjórir íslenskir leiðbeinendur voru í þjálfun á námskeiðinu, Elma Rún Ingarsdóttir, Oddur Ólafsson, Sveinbjörn Dúason og Ásgeir Valur Snorrason. Jón G. Knutsen var aðstoðarmaður á námskeiðinu.

Alls voru þrjátíu þátttakendur á námskeiðinu og komu þeir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Landsspítala, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Læknastofum Akureyrar, Brunavörnum suðurnesja og Heilbrigðisstofnun suðurlands.

Mikil ánægja var bæði meðal leiðbeinenda og þátttakenda með námskeiðið en vonir standa til að slíkt námskeið verði haldið fljótlega aftur en nú hafa alls fjórir Íslenskir leiðbeinendur lokið sinni þjálfun og eru því fullgildir leiðbeinendur í sérhæfðri endurlifgun barna.

Nokkrar myndir af námskeiðinu má sjá undir myndir hér á síðunni.


Endurlífgunarráð Íslands