Námskeið í sérhæfðri endurlífgun II (ALS)

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun II (ALS) var haldið á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) dagana 15. og 16. janúar. Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun II (ALS)

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun II (ALS) var haldið á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) dagana 15. og 16. janúar. Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Farið er í orsakir og forvarnir hjartastopps, bráða hjartasjúkdóma, takttruflanir, rafmeðferð, vinnuferla við endurlífgun, öndunarhjálp og endurlífgun við sérstakar aðstæður. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og þátttöku nemandans. 

Tólf nemendur af lyflækningadeild, slysa- og bráðamóttöku og svæfinga- og gjörgæsludeild SAk tóku þátt í námskeiðinu átta hjúkrunarfræðingar og fjórir læknar.  Ennfremur tóku átta leiðbeinendur frá SAk þátt í námskeiðinu þar af fjórir leiðbeinendur í þjálfun. Námskeiðsstjóri var Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og læknisfræðilegur forsvarsmaður Helga Magnúsdóttir og Oddur Ólafsson. (á hópmynd af nemendur vantar Jón Þór Sverrisson)


Endurlífgunarráð Íslands