Um okkur

Á aðalfundi Endurlífgunarráð Íslands  31.03.2023 var kosin ný stjórn eftirfarandi fulltrúa:​ Elma Rún Ingvarsdóttir (Sérfræðingur í

Um Endurlífgunarráð Íslands

Á aðalfundi Endurlífgunarráð Íslands  31.03.2023 var kosin ný stjórn eftirfarandi fulltrúa:​

  • Elma Rún Ingvarsdóttir (Sérfræðingur í barnahjúkrun)
  • Kristján Sigfússon (bráðatæknir)
  • Hjörtur Oddson (hjartalæknir) 
  • Ilmur Dögg Níelsdóttir, fulltrúi Rauða Krossins
  • Karitas Gunnarsdóttir  (sérfræðingur í barnahjúkrun)
  • Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir (gjörgæsluhjúkrunarfræðingur)
  • Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir (svæfingalæknir) 
  • Óskar Ö Óskarsson (barnalæknir)
  • Valgerður Hermannsdóttir (hjúkrunarfræðingur) fulltrúi Hjartaheilla

Starfsmaður Endurlífgunarráðs Íslands og námskeiðsstjóri á landsvísu er Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun.

Bakgrunnur: Endurlífgunarráð Íslands var skipað af Landlækni 2001 og var fyrsti fundur þess haldinn 16. nóvember 2001. Fyrsti formaður ráðsins var Davíð Ottó Arnar skipaði Landlæknir í ráðið til fjögurra ára í senn. Nýtt Endurlífgunarráð var svo stofnað á grunni þess gamla 11. Nóvember 2013. Endurlífgunarráð Íslands er fagráð sérfræðinga á sviði endurlífgunar. Meginmarkmið þess er að auka upplýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Endurlífgunarráð Íslands er aðili að evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) og á einn fulltrúa í framkvæmdaráði þess (General Assembly) auk þess sem einn fulltrúi Íslands situr í stjórn ERC.

Endurlífgunarráð Íslands