Rauði Kross Íslands sér um námskeið í grunnendurlífgun fyrir almenning. Næstu námskeið ásamt ýmsum leiðbeiningum tengdum fyrstu hjálp má sjá með því að smella á tenglanna hér að neðan.
Evrópska endurlífgunarráðið hefur gefið út kennslumyndband í grunnendurlífgun sem má sjá hér
Næstu námskeið hjá Rauða Kross Íslands
Ýmsar leiðbeiningar fyrir almenning tengdar fyrstu hjálp og grunnendurlífgun
Grunnendurlífgun heilbrigðisstarfsfólks
Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn á heilbrigðisstofnunum, sem koma með einhverjum hætti að aðhlynningu sjúklinga sæki námskeið í grunnendurlífgun.
- Markmiðið með slíku námskeiði er að tryggja að starfsmennirnir séu færir um að beita grunnendurlífgun,hjartahnoði, blæstri og hjartarafstuði með sjálfvirku eða hálfsjálfvirku hjartastuðtæki, þar til sérhæfð aðstoð berst. Á slíkum námskeiðum er lögð áhersla á sýnikennslu, verklegar æfingar og stutta fyrirlestrar. Þessi námskeiða taka ekki lengri tíma en 4 klukkustundir.
- Áhersla er lögð á reglulega endurmenntun, helst árlega þar sem megin áhersla er á verklegar æfingar.
- Grunnnámskeiðið skal taka mið af þörfum starfsmanna t.d. ef um fræðslu fyrir starfsfólk barnadeildar er að ræða á að leggja áherslu á endurlífgun barna. Skipuleggja á námskeiðin í beinum tengslum við starfsemi deilda.