Evrópska endurlífgunarráðið gefur út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun á 5 ára fresti. Nú hafa leiðbeiningar 2025 verið gefnar út. Samantekt af breytingum hefur verið gefin út ásamt fjölda nýrra flæðirita, veggspjalda og vasaspjalda sem hægt er að hlaða niður af þessum tengi á síðu ERC. Ennfremur er hægt að lesa greinar sem gefnar hafa verið út varðandi leiðbeiningarnar í hverjum flokki fyrir sig inn á síðu ERC.
Íslenska endurlífgunarráðið kemur til með að þýða flæðiritin og helstu vasaspjöld en það tekur tíma en verður birt hér á síðunni um leið og það er tilbúið. Einnig kemur kennsluefni frá ERC til með að breytast inn á CoSy jafnóðum og það er tilbúið. Kennsluefnið sjálft verður ekki þýtt nema að litlu leita og þá í grunnendurlífgunarpakkanum. Áfram verður viðmót Cosy á íslensku.
Sækja má app í snjallsíma þar sem nálgast má öll flæðirit á mjög auðveldan hátt, sjá QR kóða með fréttinni.