Kannanir

Hér birtast niðurstöður kannana á vegum Endurlífgunarráðs Íslands Könnun varðandi fræðsludag fyrir leiðbeinendur í sérhæfðir endurlífgun. Könnunin var

Kannanir

Hér birtast niðurstöður kannana á vegum Endurlífgunarráðs Íslands

Könnun varðandi fræðsludag fyrir leiðbeinendur í sérhæfðir endurlífgun.

Könnunin var send út til 43 leiðbeinenda, alls svöruðu 28 könnuninna. Ef niðurstöður könnunarinnar eru teknar saman má segja að leiðbeinendur séu þeirrar skoðunar að skylda eigi leiðbeinendur í sérhæfðri endurlífgun til að sækja heilan fræðsludag á ári hverju á virkum degi þar sem farið er í fræðilegt efni ásamt kennsluaðferðum í sérhæfðri endurlífgun.

Af svarendur töldu allir að nauðsynlegt væri að fræðsludag fyrir leiðbeinendur (mynd 1). Þar af töldu 89% nauðsynlegt að hafa hann einu sinni á ári.

Þegar spurt var hve langur fræðsludagurinn ætti að vera taldi 61% passlegt að hafa hann heilan dag enn 39% hálfan (mynd 2). Þá taldi 93% að fræðslan ætti að fara fram á virkum degi.

Rétt um helmingur vildi byrja daginn að morgni (mynd 3) og 73% taldi að það ætti að vera skylda leiðbeinenda að sækja fræðsludag.

Niðurstöður um hvernig efni ætti helst heima á fræðsludegi má sjá á mynd 4, en þar var hægt að merkja við fleiri enn einn valkost. Þeir voru Fræðilegir fyrirlestrar um efnið, fyrirlestra um kennsluefni, Praktískar upplýsingar um kennsluaðferðir, verklegar æfingar og annað.

Við þökkum leiðbeinendur fyrir þátttökuna

 

 

 

 

 

Endurlífgunarráð Íslands