Um okkur

11.11.2013 var stofnað nýtt Endurlífgunarráð Íslands og að því tilefni kjörin ný stjórn eftirfarandi fulltrúa: Félag svæfingalækna - Felix Valsson,

Um Endurlífgunarráð Íslands

11.11.2013 var stofnað nýtt Endurlífgunarráð Íslands og að því tilefni kjörin ný stjórn eftirfarandi fulltrúa:

 • Félag svæfingalækna - Felix Valsson, fomaður
 • Félag Hjartalækna - Hjörtur Oddson
 • Félag bráðalækna - Bergur Stefánsson
 • Félag barnalækna - Þórður Þorkelsson
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - Hildigunnur Svavarsdóttir og Sigrún Pétursdóttir
 • Hjartaheill - Guðmundur Bjarnason
 • Rauði kross Íslands - Gunnhildur Sveinsdóttir
 • Landssamband slökkvliðs- og sjúkraflutningamanna - Hlynur Höskuldsson

Auk stjórnar sitja eftirfarandi aðilar fundi ráðsins:

 • Fulltrúi endurlífgunarnefndar LSH - Valdís Anna Garðarsdóttir
 • Formaður endurlífgunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri - Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir
 • Starfsmaður Endurlífgunarráðs Íslands - Hrafhildur Lilja Jónsdóttir

Starfsmaður Endurlífgunarráðs Íslands er Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og skólastjóri Sjúkraflutningaskólans

Bakgrunnur: Endurlífgunarráð Íslands var skipað af Landlækni 2001 og var fyrsti fundur þess haldinn 16. nóvember 2001. Fyrsti formaður ráðsins var Davíð Ottó Arnar skipaði Landlæknir í ráðið til fjögurra ára í senn. Nýtt Endurlífgunarráð var svo stofnað á grunni þess gamla 11. Nóvember 2013. Endurlífgunarráð Íslands er fagráð sérfræðinga á sviði endurlífgunar. Meginmarkmið þess er að auka upplýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Endurlífgunarráð Íslands er aðili að evrópska endurlífgunarráðinu (ERC) og á einn fulltrúa í framkvæmdaráði þess (General Assembly) auk þess sem einn fulltrúi Íslands situr í stjórn ERC.

Endurlífgunarráð Íslands