Íslendingar á EPLS námskeiði

Það voru fimm Íslendingar sem lögðu land undir fót til að skerpa á nýjungum og sjá hvað ERC býður upp á í meðhöndlun á veikum börnum. Það voru 3 læknar

Íslendingar á EPLS námskeiði

Það voru fimm Íslendingar sem lögðu land undir fót til að skerpa á nýjungum og sjá hvað ERC býður upp á í meðhöndlun á veikum börnum. Það voru 3 læknar frá LSH og 2 bráðatæknar frá SHS sem sóttu námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna sem fram fór í Bradford í Englandi 10. – 11. mars sl.

Námskeiðið sem á ensku heitir "European Pediatric Life Support“ er byggt upp eins og sérhæfðu endurlífgunarnámskeiðin sem kennda hafa verið hérlendis nema þetta námskeið snýst bara um börn. Námskeiðið snýst ekki bara um endurlífganir heldur hvernig á að meðhöndla hið bráðveika barn hratt og örugglega til þess að forða því frá hjartastoppi. En einnig var farið í það hvernig staðið er að endurlífgun barna. 
Námskeiðið fór fram á tveimur dögum og byrjar með skilum á skriflegu prófi sem sent var heim með námsgögnunum. Allir nemendur þurftu einnig að taka skriflegt og verklegt próf í lokin. Íslenski hópurinn stóð sig með afbrigðum vel og var mikil lukka meðal nemenda og kennara að hafa fólk frá öðru landi á námskeiðinu.
Þessi ferð var lærdómsrík og vonandi verður hægt að bjóða þetta námskeið íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum á næstunni. Endurlífgunarráð Íslands mun vinna að því á komandi misserum. Sjá myndir á myndasíðunni.


Þeir sem sóttu námskeiðið voru:

  • Stefnir Snorrason, bráðatæknir SHS
  • Höskuldur Friðriksson, bráðatæknir SHS
  • Þórður Þórkelsson, sérfræðingur LSH
  • Janus Guðnason, deildarlæknir LSH
  • Þórður Þórðarson, deildarlæknir LSH

Endurlífgunarráð Íslands