Íslendingur fulltrúi í stjórn Evrópska endurlífgunarráðsins

Það er ánægjulegt að segja frá því að Íslendingar eiga nú fulltrúa í stjórn Evrópska endurlífgunarráðsins en Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur

Íslendingur fulltrúi í stjórn Evrópska endurlífgunarráðsins

Á fundi framkvæmdaráðs (General Assembly) evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) þann 27. júní sl. var kjörin ný stjórn til tveggja ára. Það er ánægjulegt að segja frá því að Íslendingar eiga nú fulltrúa í stjórn þessara virtu samtaka en Hildigunnur Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og varaformaður Endurlífgunarráðs Íslands var kjörin ritari til næstu tveggja ára. Evrópska endurlífgunarráðið eru regnhlífarsamtök 29 aðildarlanda og hittast fulltrúar þeirra á fundi í Brussel tvisvar á ári. Auk þess sem árlega eru haldin ráðstefna á vegum ráðsins auk fleiri funda sem koma að t.d. að kennslu og fræðslu á vegum endurlífgunar, en Evrópska endurlífgunarráðið stendur að baki námskeiða eins og sérhæfð endurlífgun I og II sem vel þekkt eru hér á landi auk fleiri námskeiða.


Endurlífgunarráð Íslands