Námskeið í sérhæfðri endurlífgun

Yfir 500 manns hafa sótt námskeið í sérhæfðri endurlífgun I hjá Sjúkraflutningaskólanum síðan í september 2008. Námskeiðið hefur verið keyrt sem

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun

Yfir 500 manns hafa sótt námskeið í sérhæfðri endurlífgun I hjá Sjúkraflutningaskólanum síðan í september 2008. Námskeiðið hefur verið keyrt sem endurmenntun fyrir sjúkraflutningamenn á ö-llu landinu en einnig hafa sótt námskeiðið læknar og hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnunum viðs vegar um landið.  Mikil ánægja hefur verið með þessi námskeið þar sem þau eru stutt og markviss og mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.

Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir orsakir og forvarnir hjartastopps og vinnuferla við endurlífgun. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp og teymisvinnu í endurlífgun.

Endurlífgunarráð Íslands