Námskeið í Sérhæfðri endurlífgun II

Í tengslum við læknadaga mun Endurlífgunarráð Íslands standa fyrir námskeiði í sérhæfðri endurlífgun II dagana 16. - 17. janúar 2010 í húsnæði

Námskeið í Sérhæfðri endurlífgun II

Í tengslum við læknadaga mun Endurlífgunarráð Íslands standa fyrir námskeiði í sérhæfðri endurlífgun II dagana 16. - 17. janúar 2010 í húsnæði Landspítalans við Kópavogstún. Sjá nánari auglýsingu hér.

Skráningu þarf að vera lokið fyrir 15. desember 2009 en til að skrá sig skal senda tölvupóst á Hrafnhildi Lilju, verkefnastjóra Sjúkraflutningaskólans - hrafnhildur@fsa.is

Markmið námskeiðsins er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í aðgerðum til að koma í veg fyrir hjartastopp og að þeir séu færir um að veita sérhæfða endurlífgun og stjórna aðgerðum á vettvangi. Markmiðið er jafnframt að undirbúa reynda meðlimi endurlífgunarteyma að meðhöndla sjúklinginn þar til flutningur á sérhæfða deild er möguleg.  Námskeiðið fer fram á tveimur samliggjandi dögum (20 klst) og felur í sér fyrirlestra, sýnikennslu, verklegar stöðvar og umræðutíma. Kennslubókin er send þremur vikum fyrir námskeiðið ásamt forprófi og mikilvægt er að þátttakandi lesi kennslubókina vel og skili forprófinu í upphafi námskeiðs. Gert er ráð fyrir að nemandi búi yfir fullnægjandi þekkingu / hæfni í grunnendurlífgun. Námskeiðinu lýkur með prófi.

Endurlífgunarráð Íslands