Námskeið í sérhæfðri endurlífgun II í Palestínu

Í september sl. fóru 5 leiðbeinendur í endurlífgun til Palestínu að kenna sjúkraflutningamönnum sérhæfða endurlífgun. Um var að ræða samvinnuverkefni

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun II í Palestínu

Í september sl. fóru 5 leiðbeinendur í endurlífgun til Palestínu að kenna sjúkraflutningamönnum sérhæfða endurlífgun. Um var að ræða samvinnuverkefni milli Sjúkraflutningaskólans, Rauða kross Íslands og palestínska rauða hálfmánans. Leiðbeinendurnir komu frá Íslandi og Danmörku, þ.e. Felix Valsson, svæfingalæknir, Stefnir Snorrasons og Lárus Petersen, bráðatæknar, Dr. Freddy Lippert, læknir og námskeiðsstjóri var Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans.
Haldin voru tvö námskeið sem gengu mjög vel og má lesa skýrslu og mat á þessu verkefni hér.

Endurlífgunarráð Íslands