Sérhæfð endurlífgun barna I (EPILS)

Sjúkraflutningaskólinn bíður uppá námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna I (EPILS) í fyrsta skipti á Íslandi. Námskeiðin verða liður í endurmenntun

Sérhæfð endurlífgun barna I (EPILS)

Í kjölfar námskeiða í sérhæfðri endurlífgun II (EPLS) og útskrift fjögurra Íslenskra leiðbeinenda í sérhæfðri endurlífgun barna bíður Sjúkraflutningaskólinn uppá 8 klst stöðluð námskeið frá Evrópska endurlífgunarráði í sérhæfðri endurlífgun barna I (EPILS)

Innihald

Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (útgefnar í október 2010) og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Í fyrirlestrum er farið yfir þætti sem koma að því að þekkja, skoða og vera fær um að meðhöndla lífshættuleg veik og slösuð ungbörn og börn. Farið er í vinnuferla í grunn- og sérhæfðri endurlífgun, lestur hjartatakta, forvarnir öndunar- og hjartastopps, meðhöndlun vökva- og súrefnisskorts, krampa, ofl. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp, meðhöndlun slasaða barnsins og teymisvinnu. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans.


Endurlífgunarráð Íslands