Undirskrift samnings við ERC

Endurlífgunarráð landlæknis hefur gert formlegt samkomulag við evrópska endurlífgunarráðið (ERC) en skrifað var undir samninginn á ráðstefnu ERC í Belgíu

Undirskrift samnings við ERC

Endurlífgunarráð landlæknis hefur gert formlegt samkomulag við evrópska endurlífgunarráðið
(ERC) en skrifað var undir samninginn á ráðstefnu ERC í Belgíu 23. maí 2008

Með samkomulaginu er verið að styrkja samvinnu þessara aðila með það að leiðarljósi að stuðla að gæðum varðandi vinnuhætti í endurlífgun svo og þjálfun og kennslu. ERC er ráðgefandi aðili varðandi endurlífgun og aðstoðar við útgáfu og þýðingu á leiðbeiningum, kennsluefni og öðru er varðar endurlífgun.

Ísland er 28. Evrópulandið sem gert hefur formlegan samning við ERC og hefur nú einn fulltrúa í framkvæmdaráði ERC. ERC stendur fyrir evrópskri ráðstefnu í endurlífgun annað hvert ár.

Undanfarið ár hefur mikil og góð vinna verið lögð í að þjálfa leiðbeinendur til þess að kenna námskeið í endurlífgun samkvæmt stöðlum ERC. Í dag eru kennd hér á landi námskeiðin sérhæfð endurlífgun I og sérhæfð endurlífgun II samkvæmt stöðlum ERC. Fyrirhugað er að taka upp námskeið varðandi endurlífgun barna á næstu mánuðum.

Á myndinni skrifar Hildigunnur Svavarsdóttir, fulltrúi Endurlífgunarráðs Íslands undir samninginn ásamt Dr. Leo Bossaert, framkvæmdastjóra ERC.

Endurlífgunarráð Íslands