Endurlífgunarráð - endurlífgun

Markhópur: Heilbrigðisstarfsfólk sem þarf starfs síns vegna að taka þátt í endurlífgun t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar og

Sérhæfð endurlífgun I

Markhópur: Heilbrigðisstarfsfólk sem þarf starfs síns vegna að taka þátt í endurlífgun t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræði- og læknanemar og sjúkraflutningamenn.

Markmið: Að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn séu færir um greina fyrstu einkenni hjartabilunar, kunni helstu aðgerðir sem beita má til að koma í veg fyrir hjartastopp. Markmiðið felst einnig í því að stuðla að því að þeir búi yfir nægri þekkingu og hæfni til að meðhöndla sjúkling í hjartastoppi áður en að sérhæft endurlífgunarteymi kemur auk þess sem þeir eiga að geta tekið þátt í vinnu endurlífgunarteyma.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar.

Lengd: 8 klukkustundir.

Endurmenntun: Skírteini gildir í þrjú ár hægt er að halda við líftíma skírteinisins með því að sækja endurmenntunarnámskeið. Æskilegt er að hafa stutta upprifjun á vegum vinnustaðarins árlega (2 klukkustundir) þar sem megin áherslan er á verklegar æfingar og samhæfingu aðgerða hjá endurlífgunarteymi.

Námsmat: Færni nemenda er metin í gegnum allt námskeiðið.

Endurlífgunarráð Íslands