Námskeið

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun á Íslandi eru stöðluð samkvæmt leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins (ERC). Í maí 2008 var skrifað undir gagnhliða

Námskeið í endurlífgun

Námskeið í sérhæfðri endurlífgun á Íslandi eru stöðluð samkvæmt leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins (ERC). Í maí 2008 var skrifað undir gagnhliða samning Endurlífgunarráðs Íslands og evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) varðandi námskeiðshald samkvæmt þeirra stöðlum, aðkomu fulltrúa Íslands í ERC auk annarra tengdra málefna endurlífgunar. Öll námskeiðin sem kennd eru hér á landi eru faglega á ábyrgð Endurlífgunarráðs Íslands. Leiðbeinendur á námskeiðum skulu vera með réttindi frá ERC og viðhalda réttindum sínum samkvæmt kröfum ERC og Endurlífgunarráðs Íslands.

Endurlífgunarráð Íslands, f.h. LandlæknisembættisinsLandspítala og Sjúkraflutningaskólinn / Sjúkrahúsið á Akureyri hafa gert samkomulag um fyrirkomulag með umsjón og skipulagningu námskeiða í sérhæfðri endurlífgun á vegum Endurlífgunarráðs Íslands. Námskeið í sérhæfðri endurlífgun á Íslandi eru stöðluð samkvæmt leiðbeiningum ERC. Samkvæmt samningi þessum geta Landspítali (endurlífgunarnefnd Landspítala) og Sjúkrahúsið á Akureyri (Sjúkraflutningaskólinn eða endurlífgunarráð Sjúkrahússins á Akureyri) skipulagt og haldið námskeið í sérhæfðri endurlífgun.

Endurlífgunaráð Íslands mælir með því að lágmarksþekking heilbrigðisstarfsmanna í endurlífgun verði með eftirfarandi hætti:

  • Allir sem koma að umönnun sjúklinga fái þjálfun í fyrstu viðbrögðum í neyðartilvikum á viðkomandi stofnun og grunnendurlífgun.
  • Allir sem taka þátt í endurlífgunarteymum skulu hafa þjálfun í sérhæfðri endurlífgun I (ILS) hið minnsta og a.m.k. stjórnendur endurlífgunarteymanna skulu hafa setið sérhæfða endurlífgun II (ALS). Þeir sem taka þátt í barnateymum skulu hafa þjálfun í sérhæfðri endurlífgun barna I (EPILS) eða II (EPLS).
  • Þeir sem vegna vinnu sinnar geta þurft að taka þátt í endurlífgun nýbura skulu fá sérstaka þjálfun í því.
  • Leitast skal við að upprifjun fari fram reglulega á vinnustað viðkomandi 

Umsjónaraðili námskeiða á LSH er Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir  og á Sjúkraflutningaskólinn/Sjúkrahúsinu á Akureyri Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir 

Endurlífgunarráð Íslands