-
Klínískar leiðbeiningar í endurlífgun voru gefnar út á vegum ERC 2021. Í þeim er að finna viðamiklar ábendingar varðandi endurlífgun fyrir heilbrigðisstarfsfólk í Evrópu og víðar. Leiðbeiningarnar eru byggðar á yfirgripsmiklum rannsóknum og vinnu sérfræðinga um heim allan. Samantekt um þær breytingar sem urðu má sjá hér. Ennfremur má sjá lista yfir leiðbeiningar ERC hér í tengli.
-
Menntun heilbrigðisstarfsmanna í endurlífgun - tillögur Endurlífgunarráðs Íslands
-
Veggspjöld í samræmi við nýjar leiðbeiningar sem komu út 2021 um aðgerðir í endurlífgun hafa verið að hluta til þýdd yfir á íslensku. Veggspjöldin eru bæði vistuð á vef ERC þar sem hægt er að opna þau og prenta þau út að kostnaðarlausu og einnig er þau að finna þau á hér á síðunni ef smellt er á veggspjöld hér til hægri.