Sjálfvirk hjartastuðtæki

  Hagnýtar upplýsingar og tillögur um notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja á Íslandi  kennslumyndband í grunnendurlífgun þar sem notað er sjálfvirkt

Sjálfvirk hjartastuðtæki

 

Hagnýtar upplýsingar og tillögur um notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja á Íslandi 

kennslumyndband í grunnendurlífgun þar sem notað er sjálfvirkt hjartastuðtæki

Eyðublað vegna notkunar á sjálfvirku hjartastuðtæki

Flæðirit: Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuðtæki

Notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja á börnum:

Notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja (AED) er örugg og árangursrík hjá börnum yfir 1 árs aldri. Sérhannaður búnaður (hugbúnaður/skaut) minnkar styrk rafstuða í 50-75 J og er mælt með notkun slíks búnaðar hjá börnum á aldrinum 1-8 ára. Þó þessi búnaður sé ekki til staðar og orkumagn ekki stillanlegt á stuðtækinu sjálfu, má engu að síður beita því hjá börnum yfir 1 árs aldri. Skráð hafa verið tilvik um árangursríka notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja hjá börnum undir 1 árs aldri. Í þeim sjaldgæfu tilvikum þar sem um er að ræða stuðvænan takt hjá barni á þeim aldri, er eðlilegt að beita sjálfvirku hjartastuðtæki (helst með orkuskammtara). (Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun 2010, samantekt á helstu breytingum).

Endurlífgunarráð Íslands