Veggspjöldin sem talin eru upp hér neðst á síðunni innihalda flæðirit úr leiðbeiningum í sérhæfðri endurlífgun sem gefin voru út árið 2021, einnig má finna hluta af þeim veggspjöldum sem gefin voru út árið 2015, þar sem enn hafa sum 2021 spjöldin ekki komið frá ERC eftir þýðingu. Þau eru á formi Adobe PDF skrár sem þú getur halað niður á tölvuna þína. Þessar skrár er síðan hægt að prenta beint á litprentara eða senda áfram til útprentunar t.d. á segl. Þau er hægt að prenta út í stærð frá A4 allt að A2.
Þau veggspjöld sem gefin voru út 25. mars 2021 og þegar eru komin úr þýðingu má sjá á listanum her fyrir neðan og eru þau sérstaklega merkt 2021. Ensku veggspjöldin má einnig nálgast þangað til hér
5 megin skilaboð sérhæfð endurlífgun - 2021
Meðferð eftir endurlífgun - 2021
Endurlífgun á börnum - sérhæfð endurlífgun
5 megin skilaboð - grunnendurlífgun - 2021
5 megin skilaboð skyndihjálp - 2021
5 megin skilaboð - endurlífgun nýbura 2021
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuðtæki
Endurlífgun á börnum - grunnendurlífgun
5 megin skilaboð endurlífgun á börnum - 2021
Aðskotahlutur í öndunarvegi - 2021
Endurlífgun við sérstakar aðstæður - ofnæmi
Endurlífgun við sérstakar aðstæður - snjóflóð
Endurlífgun við sérstakar aðstæður - drukknun
Endurlífgun við sérstakar aðstæður - hyperkalemia
Endurlífgun við sérstakar aðstæður - áverkar
Skilyrði fyrir notkun
Endurlífgunarráð Íslands og ERC eiga höfundarréttinn af flæðiritunum. Þau eru aðgengileg hér á vefnum og aðeins til afnota eins og þau eru og ekki er leyfilegt að breyta á nokkurn hátt, dreifa eða selja.
Til að opna veggspjöldin
Til að opna og hlaða niður veggspjaldi er smellt á nafn viðeigandi veggspjalds og það opnast þá í nýjum glugga. Þú getur þá vistað það eða prentað út.
Ef þú ert ekki með hugbúnað til að lesa PDF skrár þá er hægt að hlaða því niður með því að fara inn á þessa vefslóð (http://get.adobe.com/reader/)