Alþjóðleg ráðstefna um endurlífgun - fréttatilkynning

Alþjóðleg ráðstefna um endurlífgun, með áherslu á kennslu í endurlífgun verður haldin á vegum Evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) á Hilton Hótel Nordica

Alþjóðleg ráðstefna um endurlífgun - fréttatilkynning

Alþjóðleg ráðstefna um endurlífgun - Fréttatilkynning

Alþjóðleg ráðstefna um endurlífgun, með áherslu á kennslu í endurlífgun verður haldin á vegum Evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) á Hilton Hótel Nordica helgina 24. til 25. september. Ráðstefnan er ætluð sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki og öðrum þeim sem vinna að útbreiðslu endurlífgunarþekkingar á meðal almennings.

 

Skyndilegt hjartastopp er þriðja algengasta dánarorsökin í iðnríkjum heimsins í dag á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Í Evrópu og Bandaríkjunum deyja um 700.000 árlega af völdum hjartastopps utan spítala vegna ófullnægjandi endurlífgunartilrauna en það gera 2.000 dauðsföll á dag. Að kenna almenningi endurlífgun getur því dregið verulega úr ótímabærum dauðsföllum af völdum hjartastopps. Rannsóknir sýna að fækka má dauðsföllum um 200.000 í Evrópu og Bandaríkjunum á hverju ári ef almenningur veitir endurlífgun í meira mæli og því þarf að efla endurlífgunarfræðslu svo um munar. Besta leiðin til þess að ná til sem flestra er að byrja að kenna endurlífgun í grunnskólum og viðhalda svo þekkingunni með reglulegum námskeiðum.

 

Evrópska endurlífgunarráðið var stofnað árið 1989 og hefur frá upphafi unnið að rannsóknum á sviði endurlífgunar, menntað heilbrigðisstarfsfólk og almenning og gefið út leiðbeiningar í endurlífgun. Vísindaþekkingin  er þó til lítils gagns ef útbreiðsla þekkingarinnar er ekki sem skyldi  og skiptir menntun og þjálfun almennings þar mestu máli.  Erlendir sérfræðingar á sviði endurlífgunar- og menntamála munu á ráðstefnunni miðla af reynslu sinni. Markmiðið með ráðstefnunni er að efla og bæta menntunarmál um endurlífgun.

 

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og milligöngu um viðtöl við sérfræðinga á sviði endurlífgunarmálum veitir eftirfarandi fulltrúar Endurlífgunarráðs Íslands Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum s:8467292 eða gunnhildur@redcross.is og Hjörtur Oddson hjartalæknir, s:6166632hjorturo@landspitali.is .


Endurlífgunarráð Íslands