Alþjóðlegi endurlífgunardagurinn 16. október #worldrestartaheart #mysongcansavelives

Markmið dagsins 2020 er að fá tónlistarfólk til að vekja athygli á mikilvægi þess að læra endurlifgun - Hnoðtakturinn skiptir nefnilega máli.

Alþjóðlegi endurlífgunardagurinn 16. október #worldrestartaheart #mysongcansavelives

Markmið alþjóðlega endurlífgunardagsins 2020 er að fá tónlistarfólk til að vekja athygli á mikilvægi þess að vitni að hjartastoppi hefji STRAX endurlífgun, sem og að þjálfa almenning í réttum viðbrögðum. Hnoðtakturinn 100-120 sinnum á mínútu skiptir nefnilega máli. 

Endurlífgunarráð Íslands biðlar því til tónlistarfólks að vekja athygli á hvaða lag er í réttum hnoðtakti með því að velja lag í taktinum 100-120 á mínútu sem er einmitt réttur taktur fyrir hjartahnoð og dreifa því á veraldarvefnum með myllumerkjunum #worldrestartaheart  #mysongcansavelives. 

Hjartastopp utan spítala er ein algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi. Með aukinni þátttöku almennings í endurlífgun, þar til sérhæfð aðstoð berst, væri hins vegar hægt að bjarga um 200.000 manns árlega. Það eina sem þarf eru tvær hendur… og mögulega eitt taktfast lag! 
 
Við fylgjust því spennt með því hvort okkar góða tónlistarfólk takist að vekja athygli almennings á mikilvægi þess að læra endurlífgun og hnoða í takt. Fylgjumst saman með færslum sem bera myllumerkin #worldrestartaheart  #mysongcansavelives og finnum svo næsta námskeið. Því „Hendur þínar geta bjargað lífi“.

 


Endurlífgunarráð Íslands