Endurlífgunarráð Íslands gefur dúkkur í verkefnið "Börnin bjarga"

Á aðalfundi Endurlífgunarráð Íslands afhenti Hjörtur Oddsson formaður EÍ Ilmi Dögg Níelsdóttur skólahjúkrunarfræðingi æfingardúkkur að gjöf.

Endurlífgunarráð Íslands gefur dúkkur í verkefnið "Börnin bjarga"

Á aðalfundi Endurlífgunarráð Íslands afhenti Hjörtur Oddsson formaður EÍ Ilmi Dögg Níelsdóttur skólahjúkrunarfræðingi æfingardúkkur að gjöf. Áður hafði EÍ gefið verkefninu 50 dúkkur.

Ilmur Dögg Níelsdóttir staðfærði verkefnið í sérnámi sínu í heilsugæsluhjúkrun. Síðan hefur hún unnið að undirbúningi þess, ásamt Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, í samráði við ýmsa aðila, m.a. Rauða krossinn og Endurlífgunarráð Íslands.

Verkefninu verður ýtt úr vör á alþjóða endurlífgunardeginum 16. október.


Endurlífgunarráð Íslands