Evrópsku endurlífgunardagurinn

Þann 16. október verður haldið upp á Evrópska endurlífgunardaginn (European Restart a Heart Day) í annað sinn víða um Evrópu. Dagsetningin er helguð

Evrópsku endurlífgunardagurinn

Evrópsku endurlífgunardagurinn

Þann 16. október verður haldið upp á Evrópska endurlífgunardaginn (European Restart a Heart Day) í annað sinn víða um Evrópu. Dagsetningin er helguð endurlífgun, í kjölfar yfirlýsingar sem samþykkt var af Evrópuþinginu sumarið 2012 um að hefja átak í að efla vitund, skilning og fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsmanna um mikilvægi endurlífgunarkunnáttu. 

Talið er að allt að 350 þúsund íbúar Evrópu fari í hjartastopp á hverju ári. Af þeim eru einungis um 10% sem lifa. Af þeim sem lifa af, geta 90% þeirra þakkað nærstöddum, óbreyttum borgurum, ættingjum eða vinum, fyrir líf sitt. Þetta fólk kunni að beita endurlífgun. Sjaldnast tekst að koma fólki sem fer í hjartastopp utan spítala í hendur heilbrigðsstarfsmanna í tæka tíð. Skyndihjálparkunnátta almennings skiptir því höfuðmáli þegar kemur að því að bjarga fólki úr slíkum lífsháska.

Eins og staðan er í dag er endurlífgun aðeins veitt í 20% þeirra tilfella þegar hjartastopp verður utan sjúkrahúsa í Evrópu. Gallinn er því sá, að of fáir treysta sér til að beita skyndihjálp og kunna ekki tökin. Talið er að hægt hefði verið að bjarga um 100 þúsund mannslífum  árlega inna Evrópu ef fleiri hefðu treyst sér til að veita skyndihjálp.

Á Íslandi teljumst við í nokkuð góðum málum. Í rannsókn sem gerð var árið 2012 á endurlífgun utan spítala á Íslandi kom í ljós að um 20% lifa af hjartastopp og útskrifast af spítala en það árið voru tilfellin um 120. Samkvæmt könnun sem var gerð af Capacent fyrir Rauða krossinn í lok árs 2013 kom í ljós að rúmlega 80% Íslendinga höfðu farið á skyndihjálparnámskeið einhvern tímann á lífsleiðinni og um 35% á síðustu þremur árum. Þar að auki sögðust 61% aðspurðra vera tilbúin til að veita skyndihjálp ef svo bæri undir, hvort heldur til nákomins aðila eða ókunnugs.

Margt þarf að ganga upp svo vel takist til með endurlífgun.

Endurlífgunarráð Íslands hefur unnið ötullega að því í áraraðir að halda stöðluð alþjóðleg námskeið í sérhæfðri endurlífgun fyrir heilbrigðisstarfsfólki.

Skyndihjálparráð hefur unnið að því að setja fram leiðbeiningar um endurlífgun fyrir almenning og koma þeim á framfæri.

Rauði krossinn  Íslandi hefur helgað 90 ára afmæli sitt því að kenna almenningi í landinu skyndihjálp og endurlífgun þar með.

Bjargráður, félag áhugasamra læknanema um endurlífgun, hefur síðustu tvö árin heimsótt grunn –og framhaldskóla og kennt endurlífgun.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur svo lagt metnað sinn í að þjálfa sína sjálfboðaliða í endurlífgun.

Evrópski endurlífgunardagurinn er liður í að minna þjóðina á mikilvægi skyndihjálpar í okkar daglega lífi. Þar skiptir þekking almennings og heilbriðisstétta höfuðmáli. Kunni fólk tökin, er ekkert því til fyrirstöðu að veita aðstoð og ná góðum árangri. Versta sem hægt er að gera í neyð, er ekki neitt.


Endurlífgunarráð Íslands