Fyrsta námskeiðið í sérhæfðri endurlífgun barna í Finnlandi

Fyrsta námskeiðið í sérhæfðri endurlífgun barna var haldið í Helsinki Finnlandi 6. - 7. nóvember

Fyrsta námskeiðið í sérhæfðri endurlífgun barna í Finnlandi

Fyrsta námskeiðið í sérhæfðri endurlífgun barna var haldið í Helsinki Finnlandi 6. - 7. nóvember 2017. Finnar hafa haldið námskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna um nokkurð skeið en voru nú með sitt fyrsta námskeið í sérhæfðri endurlífgun barna (EPALS) frá Evrópska endurlífgunarráðinu. Námskeiðsstjórar og leiðbeinendur frá nokkrum löndum komu saman til að aðstoða við þetta verkefni, Tékklandi, Slóvakíu, Belgíu, Danmörku auk tveggja leiðbeinenda frá Íslandi, Elmu Rún Ingvarsdóttur og Hrafnhildi Lilju Jónsdóttur. Það er mikill heiður fyrir leiðbeinendur á vegum Íslenska endurlífgunarráðsins að taka þátt í þessu verkefni og ómetanleg reynsla fyrir leiðbeinendurnar sjálfa að kenna í hóp leiðbeinenda af mörgum þjóðernum. Þátttakendur voru 17, einn hjúkrunarfræðingur, einn bráðatæknir og 15 barnalæknar af fimm háskólasjúkrahúsum Finnlands. Námskeiðið fór fram á ensku.


Endurlífgunarráð Íslands