Tónlistarmenn - kærar þakkir fyrir þátttökuna

Alþjóða endurlífgunardagurinn fór fram 16. október. Markmið dagsins var að fá tónlistarfólk til að vekja athygli á lögum í réttum hnoðtakti 100-120

Tónlistarmenn - kærar þakkir fyrir þátttökuna

Alþjóða endurlífgunardagurinn fór fram 16. október. Markmið dagsins var að fá tónlistarfólk til að vekja athygli á lögum í réttum hnoðtakti 100-120 sinnum á mínutu og mikilvægi þess að vitni að hjartastoppi hefji STRAX endurlífgun. það er óhætt að segja að Íslenskt tónlistarfólk hafi heldur betur tekið við sér því sjá mátti fjölda færslna merktar myllumerkjunum #worldrestartaheart #mysongcansavelives á fesbókinni, tvitter, Instagram, snapchatt og fleiri miðlum. Auk þess sem Gísli Marteinn fékk Ilm og Friðrik Dór til sín til að minna á málefnið. 

Við segjum því RISA STÓRT TAKK ÖLL fyrir þátttökuna. það er of langt að telja upp alla þá sem tóku þátt en við kvetjum ykkur til að smella á myllumerkin og skoða færslurnar.

Viljum sérstaklega þakka Val Hvanndal trommara í Hvanndalsbræðrum fyrir aðstoð við að ná í alla helstu poppara landsins og nafnlausum eiginmanna stjórnarmeðlims fyrir að aðstoða stjórnina við að finna nú rétta taktinn :) 

Munum að eina sem þarf eru tvær hendur… og mögulega eitt taktfast lag!


Endurlífgunarráð Íslands